Saturday, August 27, 2011

Opið svar til Drífu Snædal: „Góðir femínistar og vondir femínistar“

Ég var á heimleið í gærdag þegar lítill fugl hvíslaði því að mér að Drífa Snædal hefði birt pistil á Smugunni. Hváði eilítið, því Drífa birtir eflaust reglulega pistla og efa ég ekki að innlegg hennar í umræðuna séu skelegg, marktæk og hnitmiðuð, þó ég hafi ekki gert að vana mínum að lesa pistla hennar fram að þessu.

Í fyrstu yppti ég annars hugar öxlum og spurði hví smáfuglinn goggaði svona forvitinn í öxlina á mér og dæsti svo, þegar mér varð loks ljóst að innihaldið í orðum Drífu snerist um femínisma, vinnustað minn og starfssystur í fjölmiðlageiranum.

Sunday, August 21, 2011

„Vertu úti, vinur"


Samskiptamiðillinn Facebook er öflugt tæki. Nota má miðilinn til að bera út rógburð, hefja aðra til skýjanna og koma skoðunum á framfæri. Giftingar og skilnaðir, barnsfæðingar og andlát: Engu skiptir hvert tilefnið er, alltaf er hægt að grafast fyrir um eðli og uppruna atburða með því einu að grandskoða Facebook.

Sjálf styðst ég við fréttir af Facebook í vinnunni. Ég er blaðamaður og eðli starfsins felur í sér að sannreyna heimildir, fylgja atburðarás afturábak að upphafi og velta upp fleiri hliðum á stökum málum, áður en ég mynda mér skoðun á því hvort efnið sé vænlegt til umfjöllunar. Og eins og það sé ekki nóg; ég get einnig dregið ályktanir og myndað mér skoðanir af athugasemdum annarra, sem deila fréttum af fjölmiðlum landsins.

Friday, August 19, 2011

"That´s what I said. Lamelooo."

Ég ók fram á ferðamann um daginn. Ekki á ferðamanninn, heldur fram á hann. Vongóðan Texasbúa, sem stóð eins og hamingjusamur bjálfi úti í vegakanti og þumlaði umferðina, sem hvissaðist fram hjá og veifaði afhuga bílstjórum, sem allir voru á leið eitthvað annað.

Alveg get ég orðið bit þegar ferðamenn standa vongóðir við Perluna og „þumla“ umferð. Húkka far. Veifa puttanum. Whatever.

Saturday, August 13, 2011

Orðabók einstæðrar móður

Og þá að ferðalaginu sjálfu. Það er dásamlegt að ferðast. Það finnst mér. Öðruvísi að leggja upp í langferð með lítið barn, skrýtið að leigja íbúð í öðru landi og enn fáránlegra að hafa enga orðabók við hendina. Ég er ekkert gefin fyrir ferðamannastaði, því þó ég falli undir skilgreininguna „túristi“ sjálf, finnst mér einhvern veginn svo rómantískt að fara af stað með vegabréf og fyrirframgreitt kreditkort í farteskinu, setja derhúfu á drenginn og bíða andaktug í Leifsstöð þar til að flugtaki kemur.

Wednesday, August 10, 2011

Stormur í vatnsglasi

Ég eyddi fimm vikum ytra í sumar og kom eilítið þreytt til baka. Það tekur á að fara einsömul í langferð með lítið barn, stúdera menningu sem mér er framandi og lenda heil á höldnu aftur í Keflavík, sem geymir reykherbergið í Leifsstöð. Eilítið magnað að stíga út fyrir landsteinana og fylgjast með umræðunni, sem bylgjaðist fyrir augum mér í formi blaðagreina sem á tíðum voru ádeilukenndar, til þess eins fallnar að vekja uppþot og innbyrðis átök millum ólíkra þjóðfélagshópa.

Að lesa íslenska fjölmiðla meðan ég var ytra, var eilítið eins og að fylgjast með norrænu nautaati frá Spáni.