Ég var á heimleið í gærdag þegar lítill fugl hvíslaði því að mér að Drífa Snædal hefði birt pistil á Smugunni. Hváði eilítið, því Drífa birtir eflaust reglulega pistla og efa ég ekki að innlegg hennar í umræðuna séu skelegg, marktæk og hnitmiðuð, þó ég hafi ekki gert að vana mínum að lesa pistla hennar fram að þessu.
Í fyrstu yppti ég annars hugar öxlum og spurði hví smáfuglinn goggaði svona forvitinn í öxlina á mér og dæsti svo, þegar mér varð loks ljóst að innihaldið í orðum Drífu snerist um femínisma, vinnustað minn og starfssystur í fjölmiðlageiranum.