Ótrúlegt en satt, ég hef aldrei lyft fingri til að varðveita allar þær greinar og umfjallanir sem eftir mig liggja. Ég hóf feril minn sem blaðamaður sem lausapenni á tímaritinu Mannlíf árið 1994 og hef verið viðloðandi blaðamennsku allar götur síðan, en mikið magn af stórskemmtilegum verkum og umfjöllunum, sem ég lagði á tíðum mikla vinnu í - er glatað og ég veit ekki hvernig ég get endurheimt verkin.
Það er aftur á móti gaman að líta um öxl og skoða hvernig menningarlífið í henni gömlu Reykjavík var fyrir svo mörgum árum síðan og þess vegna hef ég safnað örlitlu broti af þeirri vitleysu sem ég hef tekið upp á í gegnum tíðina og hendi inn jafnóðum hingað; þ.e.a.s. þegar mér tekst að grafa upp brotabrot:
Helgarpósturinn sálugi, Fimmtudagur 3 ágúst 1995 – Viðtal við þýska þáttagerðarmenn:
Umfjöllun um UXA hátíðina í Helgarpóstinum eftir Klöru Egilson og Magneu Hrönn Örvarsdóttur
Fimmtudagur 21 mars 1996 – Helgarpósturinn – Umfjöllun um verslun á netinu:
Hverjir voru hvar: Helgarpósturinn 27 júní 1996 - svona leit menningarlífið út þá
Morgunpósturinn: 16 mars 1995 – Portrett af Klöru Egilson: Ljósmyndari Jim Smart:
Augljóslega var ég eitt sinn sjónvarpskrítíker: Helgarpósturinn 1995: Klara Egilson, Magnús Bjarnfreðsson, Elísabet Jökuls og fleiri dæma frammistöðu þáttagerðarmanna í Dagsljós:
11 janúar 1996: Rás Tvö – Guðmundur Ragnar og Klara Egilson með þáttinn Í Sambandi:
Á YouTube er að finna tvær myndir sem Torfi Franz festi á filmu fyrir einhverjum árum síðan. Ég lék aukahlutverk í stuttmyndinni AnnA, sem hlaut áhorfendaverðlaun á stuttmyndahátíð og einnig lék ég í leikinni heimildamynd um skaðsemi eiturlyfja.
Í minningunni eru þessar myndir algerar perlur, skemmtilegar svipmyndir af Reykjavík á níunda áratugnum.
Hér eru myndirnar, sem er að finna á YouTube, smelltu á tengilinn til að horfa á myndina:
Dramatised documentary about young people and drugs in Reykjavik, done in 1996. Lead role Jóhann Meunier, Director Torfi Frans Ólafsson, story Torfi Frans Ólafsson and Arnar Knútsson.
Short film from Reykjavik, Iceland, winner of "Audience awards" and "Directors award" of Reykjavik short film festival 1996. Starring Estrid , Úlfur Chaka Karlsson, Páll S Pálsson and Jóhann Meunier. Written and directed by Torfi Frans Ólafsson and Jón Páll Halldórsson