Nýleg viðtöl í fjölmiðlum


10 desember 2011 - Helgarblað DV - Viktoría Hermannsdóttir tók viðtalið: Klara Egilson: Baststóllinn sat fastur á afturenda ömmu - Eftirminnileg jól þekktra Íslendinga


Jónas Hallgrímsson tók ljósmynd


„Fyndnasta atvik sem hefur komið upp á jólum er án efa uppátæki Guðmundu langömmu minnar þegar ég var lítið barn. Hún var voldug vexti, virðuleg í fasi og gríðarlega stolt stóreignakona með sterkar skoðanir á lífinu og tilverunni. Örlítið breið um rassinn og bjó yfir lúmskri kímnigáfu sem braust út í hviðum við ólíklegustu tækifæri,“ segir Klara Egilson blaðakona.
„Við vorum ægilega miklar vinkonur, en mömmu var mikið í mun að halda í sterkar fjölskylduhefðir og bauð gömlu konunni og Ingibjörgu systur hennar að snæða með okkur á aðfangadagskvöld. Auðvitað áttum við amma leynilegt merkjakerfi sem enginn annar skildi, en ég fékk gullfallegan baststól fyrir börn í jólagjöf frá Helgu ömmu minni þetta árið sem var fléttaður í Blindravinafélaginu. Amma brosti og allir voru svo einkennilega glaðir yfir gjöfinni. Laumulega leit ég á ömmu sem kinkaði samþykkjandi kolli, stóð yfirvegað upp úr sófanum, gekk virðulega að barnastólnum og brosti ísmeygilega. Barnsleg augu mín horfðu biðjandi á ömmu sem viðstöddum til undrunar beygði sig snöggt í hnjánum og tróð sér af festu og ákveðni ofan í setuna, sem var alltof lítil fyrir rassinn á henni  ... 
Smellið HÉR til að lesa allt viðtalið. 


14.09.2011 - Atvinnumál Kvenna - Ásdís Guðmundsdóttir tók viðtalið: Lífið er fallegasta ævintýrið

Á vef Atvinnumála kvenna segir í inngangi:  Klara Egilson er nýr pistlahöfundur hjá Atvinnumálum kvenna og munu pistlar eftir hana birtast á vef okkar með reglubundnum hætti á komandi mánuðum. Umfjöllunarefni hennar eru af ýmsum toga og lætur hún flest málefni sig varða. Klara hefur margþætta reynslu af því að skrifa á miðla af ýmsu tagi, en hún starfar sem blaðamaður og er ritstjórnarfulltrúi á vefmiðlinum bleikt.is



Einnig hefur Klara starfað fyrir fjölmörg tímarit og ljósvakamiðla, en hún hefur verið viðloðandi fagið frá blautu barnsbeini, þó ekki sleitulaust og segir mikið vatn hafa runnið til sjávar í málefnum fjölmiðla frá því að hún mundaði pennann fyrst, aðeins barn að aldri.

Okkur langaði til að vita aðeins meira um konuna sem heldur á pennanum og lögðum því nokkrar spurningar fyrir Klöru, sem er fertug að að aldri. Hún hefur komið víða við í fjölmiðlageiranum þó henni líði best við lyklaborðið að eigin sögn og segist hún kunna best við sig í heimi orða. Hún er tveggja barna móðir og á synina Ingólf Mána 18 ára og Guðmund Galdur, sem er 3 ára og er búsett í Reykjavík.










01.07.2011- Helgarviðtal í DV - Viktoría Hermannsdóttir tók viðtalið: Klara Egilson "Konur eiga rétt á að vera kvenlegar": Segir femínista á Íslandi stuðla að sundrungu 


Á vefmiðli DV segir í inngangi: Klara Egilson er dóttir hinnar landsfrægu Rósu Ingólfsdóttur. Hún ólst upp í sviðsljósi fjölmiðla og var stöðugt spurð út í móður sína í æsku. Hún segir femínista á Íslandi stuðla að sundrung meðal kvenna og vill að konur fái að rækta sína kvenlegu eiginleika. Hún á djúpa sorg að baki en barnsfaðir hennar lést af neyslu læknadóps. Hún komst að því að hann var að sprauta sig með læknadópi og lét handtaka hann á heimili þeirra þegar sonur þeirra var fjögurra mánaða gamall. Hún sagði Viktoríu Hermannsdóttir frá því hvernig hún sættist við látinn barnsföður sinn í draumi, hvernig hún vill að konur fái að vera konur og hvernig það hafi verið að vera dóttir einnar frægustu og umdeildustu konu landsins.

DV Mynd: Sigtryggur Ari 


03.04.2011 - Forsíðufrétt Pressunar: Dóttir Rósu Ingólfs: Fékk köku fyrir að ljúga ástarævintýrum upp á fræga móður sína - frétt unnin upp úr pistli sem birtist á Bleikt þann sama dag.

Á vefmiðli Pressunar segir í inngangi: Klara Egilson, dóttir Rósu Ingólfs, gerir upp við hnýsni almennings þegar hún var lítil um einkamál móður hennar. Hún segir að þjóðsöngur æsku hennar hafi hljóðað svona: „Hvað er að frétta af henni mömmu þinni? Er hún með einhverjum manni núna?“






12.01.2011 - Forsíðuviðtal BLEIKT - Hlín Einarsdóttir tók viðtalið: Bleikt kynnir: Kama Sutra

Á vefmiðli Bleikt segir í inngangi: Klara Egilson, pistlahöfundur og sérlegur ráðgjafi bleikt.is  í samskiptum kynjanna, hefur unnið ötullega að færa lesendum Kama Sutra stellingavefinn. Um er að ræða 66 stellingar sem auðga samlíf para og við hverja stellingu er hægt að finna erfiðleikastig og „bleik tips“ þar sem góð ráð eru gefin. Við tókum viðtal við Klöru af þessu skemmtilega tilefni.




Skjáskot af vefsíðu Bleikt sem sýnir svipmyndir af Kama Sutra umfjöllun



09.08.2010 - Forsíðuviðtal VIKAN - Guðríður Haraldsdóttir tók viðtalið: Karlar lítið rannsakað fyrirbæri: Að sigra heiminn á háum hælum

Á vefsíðu Birtíngur segir í inngangi: Klara Egilson hefur alla tíð verið óhrædd við að taka áhættu og einnig að segja skoðanir sínar hreint út. Hún var skapandi barn sem sleit barnsskónum hjá Sjónvarpinu og ólst upp í kastljósi fjölmiðla. Hún er dóttir fjöllistakonunnar Rósu Ingólfs og er á sömu skoðun og móðir sín ... að konur eigi að fá að vera konur.
















09.08.2010 - Innlit - viðtal VIKAN - Guðríður Haraldsdóttir tók viðtalið: Klara Egilson er nýflutt í Vesturbæinn: Býr í húsi andanna