Þess vegna er ég Egilson:

Ég heiti fullu nafni Klara Geirsdóttir Egilson og er ættuð úr Reykjavík. Ég er fædd þann 11 mars 1971 á Fæðingarheimilinu í Reykjavík og sleit barnsskónum í miðbæ Reykjavíkur. Tæknilega séð er ég er upprunnin úr Hlíðahverfinu þar sem ég bjó fyrstu tvö á ævi minnar ásamt móður minni og foreldrum hennar. Klara amma mín veiktist alvarlega skömmu eftir fæðingu mína og andaðist á sjúkrahúsi eftir erfið veikindi þann 25 desember 1972, þegar ég var tæplega tveggja ára gömul. Futti móðir mín fljótlega að heiman, en Ingólfur afi minn, móðurafi minn, bjó eftir sem áður í Hamrahlíð 9 og var einsamall til dauðadags eftir andlát eiginkonu sinnar.

Ég flutti með móður minni á Skarphéðinsgötu og bjuggum við þar um skeið í lítilli kjallaraíbúð sem var eigu Guðmundu langömmu minnar, en síðar, þegar örlítil íbúðarskonsan varð of lítil fyrir unga móður með lítið barn á leikskóalaldri, lá leiðin í þriggja herbergja íbúð á Snorrabraut 50 og síðar, eða þegar ég var orðin níu ára gömul, fluttum við aftur en í það skiptið yfir götuna; á Njálsgötu 90, þar sem móðir mín festi kaup á sinni fyrstu íbúð. Ég hóf skólagöngu mína á leikskólanum Hamraborg í Hlíðunum, naut fyrstu áranna í grunnskóla í Ísaksskóla, fluttist yfir í Æfingadeildina þar sem ég var einn vetur og í framhaldi af því gerðist ég nemandi í Austurbæjarskóla. Ég lauk grunnskólaprófi frá Árbæjarskóla í Reykjavík, þar sem ég gekk í gagnfræðaskóla.

Stuttu eftir fermingu mína komu stóru fréttirnar: Móðir mín var ólétt og það varð fljótlega ljóst að ég átti von aá lítilli systur. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem ég varð systir; Ragnheiður Katla hálfsystir mín í föðurætt er einungis ári yngri en ég og einnig á faðir minn fleiri börn, sem ég minnist á hér að neðan.

Engu að síður varð deginum ljósara að íbúðin á Njálsgötu var orðin of lítil fyrir einstæða móður með tvö börn og því fluttum við í Hlaðbæ 15; fallegt einbýlishús í Árbænum og þar bjuggum við þegar yngri dóttir móður minnar kom í heiminn, þann 3 nóvember 1985. 

Foreldrar mínir heita Rósa Ingólfsdóttir, sem er auglýsinagteiknari og leikkona að mennt og Geir Rögnvaldsson, sem er kennari að mennt.

Amma mín og afi í föðurætt hétu Helga Egilson og Rögnvaldur Sigurjónsson, en þau voru bæði listhneigð með eindæmum og voru samlynd hjón með stórt hjarta og báru mikla ást í brjósti til fjölskyldu sinnar. Þó ekki margir þekki nafnið Helga Egilson er ævintýrið Dimmalimm öllum kunnt, en færri vita að Helga amma mín var fyrirmynd Dimmalimm og að ævintýrið var í raun gjöf til hennar.

Á vefsíðu Spilasafns Íslands má lesa ágrip af ævi og störfum Muggs, sem gaf ömmu minni ævintýrið: HÉR

Hér má sjá mynd af Helgu Egilson föðurömmu minni; einnig nefnd Dimmalimm: 





Eiginmaður Helgu, Rögnvaldur afi minn, var klassískur píanóleikari og þekktur fyrir verk sín. Á vefsíðu tónlist.is má bæði sjá og hlýða á sýnishorn af vinsælustu verkum hans ásamt æviágripi: HÉR


Hér má sjá mynd af Rögnvaldi föðurafa mínum: 




Ég á fimm systkini; en móðir mín á tvær dætur og faðir minn á fjórar dætur og einn son. 

Þessi systkini heita í aldursröð: Ragnheiður Katla, Sigríður, Heiðveig, Rögnvaldur og Helga. 

Ragnheiður Katla, Sigríður, Rögnvaldur og Helga eru hálfsystkini mín í föðurætt en Heiðveig er hálfsystir mín í móðurætt. 


Hér má sjá mynd af Ragnheiði Kötlu systur minni: 






Hér má sjá mynd af Siggu systur minni: 






Þetta er Rögnvaldur Árni, bróðir minn: 






Hér er Helga systir mín: 





Síðast en ekki síst má hér sjá mynd af Heiðveigu systur minni og Rósu, móður minni: 



Ljósmynd: Árni Sæberg ljósmyndari - tekin úr myndabanka mbl.is


Ég hlaut nafnið Klara Geirsdóttir, en tók upp ættarnafn úr föðurætt þegar ég var 23 ára gömul - en faðir minn er sonur Helgu Egilson og tók ég upp ættarnafnið sem viðbót við föðurnafnið að fengnu leyfi föðurfjölskyldu minnar. Nafnið er runnið frá Sveinbirni Egilssonar, sem var rektor Lærða Skólans og er runnið frá börnum Sveinbjarnar, sem tóku upp eftirnafnið Egilson með einu "S" - þar af leiðandi er eftirnafn mitt ritað með einu "S-i" en ekki tveimur. 

Ég tók upp Egilson nafnið því ég er Egilson ættar. Mér finnst nafnið fallegt og hljómsterkt, en ættarnafni mínu er ætlað að vera viðbót við nafngift mína, en er ekki til þess fallið að fella föðurnafn mitt út. 

Ég á tvo syni; Ingólf Mána Hermannsson, fæddur 1992 og Guðmund Galdur Egilson, fæddur 2008.


Hér má sjá foreldra Mána ásamt fjölskyldu samankomna í Bjargartanga á fermingardaginn: 



Fjölskylda Ingólfs Mána á fermingardaginn - frá vinstri: Hjörtur föðurafi, Reidun föðuramma, Rósa móðuramma, Guðlaug eiginkona Geirs og "skáamma", Geir föðurafi- sitja í sófa: Klara móðir Mána, Máni sjálfur, Hermann faðir Mána. Á myndina vantar Ölvu Lenu og Lilju Sóley, hálfsystur Mána í föðurætt, en Galdur, hálfbróðir Mána í móðurætt var ekki fæddur hér.  



Hér má sjá Guðmund Galdur nýfæddan í fangi föður síns, Snorra Vals, en Snorri andaðist þegar drengurinn var 13 mánaða og eru allar myndir sem til eru af þeim feðgum saman því gersemar: 









Hér má sjá skjáskot af uppruna mínum samkvæmt Íslendingabók: 



Og hér má sjá skjáskot af framætt minni skv Íslendingabók: