Þann 14 júní 2011 birtist pistill á vefmiðli Bleikt sem bar yfirheitið: "Af lesbíum, útlendingum og transkonum", en pistillinn fjallaði um þau fjölbreytilegu réttindi sem ólíkir þjóðfélagshópar hafa barist fyrir undanfarin ár.
Pistlinum var ætlað að vekja athygli á aðstæðum kvenna sem teljast til minnihlutahópa og var ritaður í þeirri von að fleiri mættu skilja að femínismi hefur fjölmörg og ólík andlit; að barátta kvenna fyrir bættum kjörum er ekki alltaf bundin við kjarasamninga og launakjör, heldur þann sjálfsagða rétt kvenna að fá að koma til dyranna eins og þær eru klæddar, án þess að eiga aðkast og fordóma á hættu.
Í pistlinum kemur m.a. fram: "Til eru þeir femínistar sem ganga um á háum hælum og eiga varalit í veskinu. Misskilnings hefur gætt og hefur gagnrýni litast af þeim mýtum, að sannir femínistar þverneiti að ganga í fallegum undirfatnaði og fái í raun – aldrei að ríða. Þetta þykir mér leitt, því um ósannindi er að ræða. Femínista má finna í öllum stéttum þjóðfélagsins, en baráttumál þeirra eru misjöfn."
Á ferðalagi mínu um vefinn rekst ég stundum á áhugaverðar upplýsingar sem fjalla um réttindi og þarfir kvenna. Ég hef tekið saman örlítið tenglasafn, sem væntanlega stækkar með tímanum og inniheldur tilvísanir á vefsíður sem fjalla um ólík andlit femínisma:
Tenglar á áhugaverðar síður með dassi af stökum umfjöllunum gegnum Bleikt:
Good For Her Feminist Porn Awards: ég fjallaði einnig um málið í maímánuði: Smelltu HÉR
Wikipedia - á ensku:
Lipstick Feminism - Wikipedia svarar spurningunni: "Hvað er Lipstick Feminism?"
Sex Positive Feminism: Wikipedia svarar spurningunni: "Hvað er Sex Positive Feminism?"
Feminist views on pornography: Wikipedia fjallar um almenn og ólik viðhorf femínista til kláms.
Konur, karlmenn og ástin:
The Man´s Guide To Love: Já. Í alvöru. Karlmenn tala um ástina. Í beinni.
Hér koma fjölmargir fleiri tenglar inn á næstu dögum ... fylgstu með.
No comments:
Post a Comment