Ég er að fara til Spánar. Oft farið áður. Með misjöfnum árangri. Voða hrifin af spænskri tungu og lagði mig í líma við að læra nokkra frasa síðast þegar leiðin lá til Kanaríeyja.
Móðgaði suma. Jú. Það er rétt. Ég móðga fólk í útlöndum.
Einu sinni sagðist ég vera með blátt auga. Rosa smart. Var stödd á bar og sneri mér að suðrænum sjarmör sem sagði að ég væri með falleg augu. „Aha,“ svaraði ég á ferðamannaspænsku. „Það er vegna þess að augað á mér er blátt.“