Wednesday, June 29, 2011

Kreisí góð í spænsku

Ég er að fara til Spánar. Oft farið áður. Með misjöfnum árangri. Voða hrifin af spænskri tungu og lagði mig í líma við að læra nokkra frasa síðast þegar leiðin lá til Kanaríeyja.

Móðgaði suma. Jú. Það er rétt. Ég móðga fólk í útlöndum.

Einu sinni sagðist ég vera með blátt auga. Rosa smart. Var stödd á bar og sneri mér að suðrænum sjarmör sem sagði að ég væri með falleg augu. „Aha,“ svaraði ég á ferðamannaspænsku. „Það er vegna þess að augað á mér er blátt.“

Sunday, June 26, 2011

Ég hélt þær væru englar

Einu sinni hélt ég að þær væru englar sem hvísluðu út í nóttina og bjuggu í eyðimörkinni. Rólyndar, sefandi og dularfullar í fjarskanum. Seiðandi eins og suðrænt ævintýri sem býr utan seilingar og ómar úr fjarska þegar nátta tekur. Mér fannst þær vera að syngja um ástina.

Sunday, June 19, 2011

Veena Malik er systir mín

Hún er hugrökk, greind og falleg. Sterk og beinskeytt kona sem þarf að verja kvenlega eiginleika sína og störf á hverjum degi. Gamanleikkonan og íslamska fyrirsætan Veena Malik vakti heimsathygli þegar hún stóð uppi í hárinu á íslömsku klerkastéttinni í janúar sl. og bauð tvöföldum siðgæðisreglum pakistanska samfélagsins byrginn í ríkissjónvarpinu þar ytra.

Tuesday, June 14, 2011

Af lesbíum, útlendingum og transkonum

 Í síðasta pistli mínum ræddi ég það ferðalag sem konunar að baki Bleikt hafa lagt að baki og hver viðbrögð almennings urðu, þegar vefurinn fór í loftið. Konurnar að baki Bleikt hafa átt undir högg að sækja sökum fordóma og legið undir þeim ásökunum að vera andfemínískar. Konurnar að baki Bleikt hafa, að mati þeirra sem gagnrýnt hafa efnistök miðilsins, ýtt undir misrétti kynjanna og neikvæðar staðalímyndir með vali á greinum þeim sem ritstjórn hefur valið að birta.

Friday, June 10, 2011

Konurnar að baki Bleikt

Ég hikaði í nóvember, þegar ritstjóri bauð mér að skrifa fyrir vefinn. Ég gleymi aldrei símtalinu, sem barst seint um kvöld og innihélt orðin: „Við erum að fara af stað með nýjan vef. Ákvörðunin hefur ekki verið gerð opinber. Allt sem á milli okkar fer í kvöld, er í trúnaði sagt og verður að vera svo um ákveðinn tíma. En ég hef ákveðið að bjóða þér að skrifa. Okkur langar að bjóða þér að vera með.“