Ég er fremur passív í daglegu lífi. Brosi blíðlyndislega við kassann í Bónus, reyni aldrei við karlmenn og læt mér nægja haframjöl í annað hvert mál. Sofna snemma á kvöldin og klæðist náttbuxum við hvert tækifæri.
En það kemur sannarlega fyrir.
Þeir sem til þekkja segja undantekningarlaust að það gerist þegar ég megi síst eiga von á. Ég trúi orðtækinu og er alltaf á verði. Píri augun yfir stöðumælavörðum sem grunlausir skrifa á mig sektir í miðbænum, horfi rannsakandi augum á blásaklausa vinnufélaga og grandskoða vinabeiðnir sem berast mér á Facebook.