Hann talaði ekki orð fyrstu þrjú árin, litli ljúfurinn. Stundum kalla ég hann Rassa þegar enginn heyrir til. Buxast um á bleyjunni, hávaxinn og þrekinn með snudduna böðlast hann um og skellihlær, felur sig bak við þilið í stofunni og smellur í gólfið af einskærri kátínu þegar mamma hans setur upp fáránlega svipi og grettur til að gleðja barnið.
Pistlarnir eru inntak síðunnar; áður birtir á bleikt.is og einhverjir ollu usla. Aðrir bera með sér ró og örfáir eru hreint út sagt hlægilegir. Hér má finna eitt og annað um hugðarefni Klöru Egilson; hvað rekur á fjörur hennar í formi tengla, uppruna stúlkunnar og áhugaefni. Krotaðu í bókina ... og Klara blikkar þig út í rökkrið.

Sunday, November 27, 2011
Wednesday, November 9, 2011
Klám ríka mannsins
Mannfólkið er misjafnt að gerð og langanir þess eru margslungnar. Línan sem skilur að erótík og klám er á tíðum óskýr og það sem er erótík fyrir einum er klám í huga annars. Erótíkin hefur oftlega verið nefnd „klám ríka mannsins“ af þeirri einföldu ástæðu að hvatir sem tengjast erótík eru taldar „göfugri og góðviljaðar“ í eðli sínu; þ.e: manneskjan nýtur þeirrar fegurðar sem nektin felur óneitanlega í sér án þess að einbeittur brotavilji til illra verka liggi að baki og erótíkin er oft nefnd eitt listforma náttúrunnar. Gyðja ástar og losta, sjálf Afródíta birtist iðulega nakin að hluta; orðið felur í sér vísun að lostafullri nekt sem á ekkert skylt við klámfengna afbökun á manns- og konulíkamanum, en erótík er dregið af gríska orðinu Eros og merkir: löngun, þrá, losti.
Subscribe to:
Posts (Atom)