Pistlarnir eru inntak síðunnar; áður birtir á bleikt.is og einhverjir ollu usla. Aðrir bera með sér ró og örfáir eru hreint út sagt hlægilegir. Hér má finna eitt og annað um hugðarefni Klöru Egilson; hvað rekur á fjörur hennar í formi tengla, uppruna stúlkunnar og áhugaefni. Krotaðu í bókina ... og Klara blikkar þig út í rökkrið.

Wednesday, October 26, 2011
Tuesday, October 11, 2011
Uppreisn ljóta fólksins
Hún hefur óteljandi andlit, útlitsþráhyggjan. Vangaveltur um ákjósanlegan þyngdarstuðul, vænlegar línur og í raun hugmyndin um hvernig konur eiga að líta út, tekur sífelldum breytingum í takt við almenna umræðu.
Stundum tekur umræðan mið af hugleiðingum um einelti og sér í lagi hafa vangaveltur um þyngd verið ofarlega á baugi að undanförnu. Engum blöðum þarf um það að fletta að það er ljótt að gera grín að holdarfari fólks. Það er ljótt að gera grín að lengd lærleggja, breidd kálfa og svo mætti lengi áfram telja. Það er viðurstyggilegt að uppnefna konur og ætla þeim eiginleika dýra:. „beljan þín“ og „bölvuð tík“ og það er hræðilegt að heyra hugtök á borð við „þvílík hlussa“, „hlunkur er þetta“ og „jiminn góði, hvað konan er feit“.
Saturday, October 8, 2011
Listaverkið: Leikhús fyrir fullorðna
Ég hafði ekki stigið fæti inn í gamla leikhúsið á Hverfisgötunni síðan ég var barn að aldri, þegar ég gekk upp virðulegar tröppurnar sem liggja að Þjóðleikhúsinu nú um helgina, heyrði eitt andartak bergmál Lilla Klifurmúsar gegnum fjarlægar minningar og settist hátíðleg á svip niður á fimmta bekk.
Dró andann djúpt og virti vandlega fyrir mér einfalda leikmyndina, sem samanstendur af skemmtilega hráum pappakössum, tötralegum stiga og feluherbergi sem verður áhorfendum ekki ljóst fyrr en útséð er um fleiri afhjúpanir, renndi augunum yfir einfalda og skýra lýsinguna í salnum og velti því fyrir mér hvernig svo stórbrotið verk á að komast til skila í svo einfaldri og hrárri leikmynd.
Subscribe to:
Posts (Atom)