Ég rek alltaf upp stór augu þegar ég heyri spurninguna: „Finnst þér ekki erfitt að vera orðin svona gömul?“ Spyrjendur eru öllu jöfnu ungar konur sem glíma við komplexa. Stúlkur sem enn dásama unglingsárin. Mæður barna sem enn eru ómálga. Konur sem eru mun yngri en ég.
„Finnst þér ekkert erfitt að vera orðin svona gömul?“ spyrja þær gjarna þegar ég gef upp aldur minn og segi þeim öllum að ég sé orðin fertug.