Ég tók einhverju sinni viðtal við
ágæta konu. Sem ekki er í frásögur færandi; ég hef tekið óteljandi viðtöl við
ágætar konur og allar hafa þær haft eitthvað til málana að leggja. Allar hafa
þær skilið eftir örsmá fótspor í hjarta mínu, eins og þær hafi staldrað rétt
nægilega lengi við til að sáldra viskukornum í sálina.