Pistlarnir eru inntak síðunnar; áður birtir á bleikt.is og einhverjir ollu usla. Aðrir bera með sér ró og örfáir eru hreint út sagt hlægilegir. Hér má finna eitt og annað um hugðarefni Klöru Egilson; hvað rekur á fjörur hennar í formi tengla, uppruna stúlkunnar og áhugaefni. Krotaðu í bókina ... og Klara blikkar þig út í rökkrið.

Monday, December 12, 2011
Thursday, December 1, 2011
Nú geta jólin komið í alvöru - Atvinnumál kvenna
Við versluðum yfirleitt mandarínur þegar aðventan læddist í garð, ég og hann afi minn, meðan ég var enn barn að aldri. Keyptum snúð með bleikum glassúr og smurðum smjeri á trýnið á kettinum. Hlógum þegar dýrið sleikti út úr, hlustuðum andaktug á upplestur ljóða af lúnum kassettum og svo tók afi minn nokkur vel valin lög á gamla píanóið, iðulega frumsamin verk sem ég er löngu búin að gleyma. En lögin hans voru falleg. Kveiktum á kertum meðan við horfðumst hátíðleg í augu, gamall maður með lúnar hendur og forvitið barnabarnið sem fékk iðulega súkkulaðimola í skóinn.
Subscribe to:
Posts (Atom)