Pistlarnir eru inntak síðunnar; áður birtir á bleikt.is og einhverjir ollu usla. Aðrir bera með sér ró og örfáir eru hreint út sagt hlægilegir. Hér má finna eitt og annað um hugðarefni Klöru Egilson; hvað rekur á fjörur hennar í formi tengla, uppruna stúlkunnar og áhugaefni. Krotaðu í bókina ... og Klara blikkar þig út í rökkrið.

Tuesday, September 27, 2011
Tuesday, September 20, 2011
Varstu að lemja konuna, krúttið þitt?
Alveg finnst mér óborganlegt þegar ég heyri spurninguna: „Með hvaða hætti hafa þessar konur barist gegn kynbundnu ofbeldi? Ha? Hvernig ætla þær að taka á stóru málunum?“ Stundum hvái ég (það gerist æði oft þessa dagana) og í fyrstu tók ég spurninguna nærri mér.
„Hvað á ég að gera?“ hugsaði ég í fyrsta sinn sem ég las spurninguna á prenti. „Þessar konur“ eru þær sem starfa við fjölmiðlun og örfáir en háværir einstaklingar segja þær styðja við og ýta undir neikvæðar staðalmyndir með umfjöllunarefnum sínum, í stað þess að skrifa harðvítugar umfjallanir um eðli og tíðni ofbeldis í nánum samböndum á Íslandi og algeran skort á skýrum lagaúrræðum sem snúa að réttindum þolenda í ofbeldissamböndum.
Subscribe to:
Posts (Atom)