Það er rökkvað á torginu hennar Steinu. Hlýtt í lofti og einkennilega friðsælt. Hann lætur ekki mikið yfir sér, bleðillinn sem stendur við enda húsalengjunnar og virðist lítið meira en vesæl stétt á daginn. Steina hefur skrifað um torgið í pistlum sínum og segist stundum skreppa þangað þegar heitt er í veðri á daginn.
Ég hef aldrei komið á torgið áður. Það er að finna í Algorfa og er staðsett í hjarta þorpsins. Ég trúi henni ekki þegar hún segist fara þangað á kvöldin og taka börnin með, dreg eilítið seiminn og annað augað í pung.